Ja hérna nú er ég að fikta í Red Hat 9. Var að setja upp á eina vél hérna í vinnunni og virkar fínt.
Annars er bara allt fínt að frétta. Fékk þær gleðifréttir í seinustu viku að ég væri hlutfallslega ekki lengur þyngsti vinur hans Helga.
Þar seinustu helgi fór ég á árshátíð hér í vinnunni og var það mikið fjör. Ég var heldur ákafur í koníakið og sást það vel á dansgólfinu síðar um kvöldið. GSM síminn tapaðist þetta kvöld og bið ég alla vini mína nær og fjær að vippa sér að næsta manni og fá að kíkja á GSM símann hjá viðkomandi. Passið ykkur að vera mátulega dónaleg. Síminn minn er svartur SonyEricsson eitthvað 200. Ég held að það séu ekki nema um 5 þúsund í gangi þannig að þetta ætti að leysast fljótt. Sendið alla síma sem þið náið, heim til mín hið snarasta.
Nokkur trikk:
Farið varlega að viðkomandi og spyrjið t.d. "var gaman á Broadway þann 13. síðastliðinn."
"Nei, varstu að fá síma"
eða
"Ég er að vinna fyrir SonyEricson og allir blabla 200 símarnir verða innkallaðir vegna galla í rafhlöðu. Við verðum í sambandi."
Sem sagt þjóðarátakið "Símann heim" er hafið.
Helgin síðasta var fín. Veðrið æðislegt og við fórum í sunnudagaskólann með Dísu og Alexander. Við bókstaflega fukum í sunnudagaskólann og ekki laust við að sálmurinn "Hærra minn Guð til þín" hafi hljómað undir.
Meira síðar.
Annars er bara allt fínt að frétta. Fékk þær gleðifréttir í seinustu viku að ég væri hlutfallslega ekki lengur þyngsti vinur hans Helga.
Þar seinustu helgi fór ég á árshátíð hér í vinnunni og var það mikið fjör. Ég var heldur ákafur í koníakið og sást það vel á dansgólfinu síðar um kvöldið. GSM síminn tapaðist þetta kvöld og bið ég alla vini mína nær og fjær að vippa sér að næsta manni og fá að kíkja á GSM símann hjá viðkomandi. Passið ykkur að vera mátulega dónaleg. Síminn minn er svartur SonyEricsson eitthvað 200. Ég held að það séu ekki nema um 5 þúsund í gangi þannig að þetta ætti að leysast fljótt. Sendið alla síma sem þið náið, heim til mín hið snarasta.
Nokkur trikk:
Farið varlega að viðkomandi og spyrjið t.d. "var gaman á Broadway þann 13. síðastliðinn."
"Nei, varstu að fá síma"
eða
"Ég er að vinna fyrir SonyEricson og allir blabla 200 símarnir verða innkallaðir vegna galla í rafhlöðu. Við verðum í sambandi."
Sem sagt þjóðarátakið "Símann heim" er hafið.
Helgin síðasta var fín. Veðrið æðislegt og við fórum í sunnudagaskólann með Dísu og Alexander. Við bókstaflega fukum í sunnudagaskólann og ekki laust við að sálmurinn "Hærra minn Guð til þín" hafi hljómað undir.
Meira síðar.
Ummæli